Þjónusta

Okkar þjónusta

1. Hugmyndatextar

Franca býður upp á sérsniðna þjónustu fyrir öll fyrirtæki í tengslum við alla texta sem þarf að koma á framfæri hvort sem þeim er ætlað að birtast aðeins innan fyrirtækisins eða á miðlum eins og heimasíðum, innranet (t.d. viðtöl og fréttir) og samfélagsmiðlum.

Við kynnum okkur vandlega starfsemi, markaðsstefnu félagsins og markmið á næstu misserum. Að því loknu er hægt að úthýsa allri textagerð hvort það er fyrir heimasíðu félagsins, innranet eða markaðsefni. Mikilvægt er að öll skilaboð sem fara frá félaginu séu að tala sömu röddu út á við og segi sömu skilaboðin til allra starfsmanna. 

Helstu kostir

 • Að úthýsa allri textavinnu getur leitt til betri tímastjórnunar og framleiðni hjá fyrirtækjum
 • Að úthýsa allri textavinnu leiðir til sparnaðar og hagræðingar
 • Franca getur aukið upplýsingaflæðið innan félagsins
 • Franca kemur með nýjar frumlegar hugmyndir varðandi texta og myndefni 
 • Franca fundar með stjórnendum reglulega og kemur sameiginlegum skilaboðum skýrt á framfæri við starfsmenn og viðskiptavini
 • Hentar öllum fyrirtækjum sem vilja minnka álag á markaðsdeild og mannauðsdeild

 

2. Almannatengsl – samfélagsmiðlar

Franca býður upp á hefðbundin almannatengsl og krísustjórnun fyrir öll fyrirtæki.

Við kynnum okkur starfsemi félagsins og útbúum PR áætlun eftir þörfum í samræmi við þau markmið sem hafa verið ákveðin í markaðsmálum hverju sinni. 

Við skrifum fréttatilkynningar fyrir fyrirtæki ( og einstaklinga) og komum þeim á framfæri. Við aðstoðum við undirbúning á herferðum, þar sem afar mikilvægt er að auglýsingar, fréttatilkynningar og upplýsingar til starfsmanna feli í sér samljóma skýr skilaboð. Eins mikilvægt er að skilaboðin séu í viðeigandi formi eftir því sem markhópurinn er. 

Við skipuleggjum blaðamannafundi frá upphafi til enda og boðum til þeirra.

Við hjálpum fyrirtækjum að meta hvaða atburðir kunna að vera af þeirri stærðargráðu að þeir kunni að vekja athygli fjölmiðla. Við hjálpu um leið fyrirtækjum ( og einstaklingum) að sjá hvaða mál henta eða henta ekki að senda til fjölmiðla. 

Helstu kostir

 • Ráðgjöf varðandi öll almannatengsl
 • Tillögur, hugmyndir og framkvæmd á viðtölum, greinum og umfjöllunum
 • Náið samstarf við markaðsdeildir með hugmyndavinnu í almannatengslum
 • Hentar öllum fyrirtækjum sem vilja minnka álag á sölu- og markaðsdeild

 

 

3. Almannatengsl – fjölmiðlagreining

Franca býður upp á sérsniðna fjölmiðlagreiningu fyrir fyrirtæki, opinberar stofnanir, frumkvöðlafyrirtæki, hagsmunasamtök og ferðamannaiðnaðinn. 

Við kynnum okkur starfsemi félagsins og komum með tillögu að PR áætlun eftir þeim markmiðum sem félagið hefur sett sér hverju sinni. Franca kemur með tillögu að áhugaverðu fjölmiðlaefni sem og stuttum greinum og myndefni fyrir samfélagsmiðla. 

Við komum með hugmyndir að viðtölum, fréttaskýringum og fleira og vinnum að birtingu í erlendum miðlum. 

 

Hentar eftirfarandi aðilum

 • Frumkvöðlafyrirtækjum sem vilja ná til fjárfesta innanlands sem utan
 • Félög í ferðamannaiðnaðinum sem vilja fá umfjöllun í erlendum miðlum
 • Stofnanir og hagsmunasamtök sem vilja opna umræðuna um mikilvæg málefni
 • Félög sem vilja kynna almenningi hvað þau standa fyrir og bæta ímynd sína